February 1, 2005

Alltaf gaman að kynnast nýju..

Svo... íbúðin öll pökkuð í smekklegar einingar. Ekki of stórar né þungar. Fyrrverandi tilvonandi tengdafaðir minn kemur svo og sækir þetta vonandi. Annars hefði ég pakkað til einskis. Sem er alltaf verra.

"Ég er búinn að pakka. Eigum við að fara?"
"Nei. Við förum ekki neitt."

Grátur. Fylgir alltaf. Og einhver sem er kærður fyrir kynferðislega áreitni. Ég vildi bara láta þig vita Fjóla Lind að ég ætlaði mér aldrei að snerta þig þarna. Þetta var óvart... jafnvel þó það hafi gerst þrisvar sinnum. Þetta er bara eins og að ætla að tékka á því hvort hella á eldavél væri heit... þá hefði ég brennt mig, og guð veit að ég er líklegur til þess að brenna mig þrisvar. Jafnvel oftar. Þá vil ég spyrja þig Fjóla mín, myndirðu kæra mig fyrir það að brenna mig? Ég held ekki. Ég myndi hafa lært mína lexíu á því að brenna mig. Þannig að þú sérð að það er í raun engin ástæða til þess að fara með þetta alla leið fyrir dómstóla ég hef nefnilega lært mína lexíu. Gott að við náðum að ljúka þessu svona.

Annars verð ég að minnast á eitt. Ég hef nefnilega verið kynntur fyrir nýrri tónlist. Tónlist sem fær mig næstum því til að gráta. Einstaklega góð söngkona sem heitir Karen Dalton. Spilar kántríblús og er með eina fallegustu rödd sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Mæli með því að allir reyni að redda sér lögum með henni... með öllum ráðum. Nema kannski ekki morði. Það væri örlítið yfirdrifið. Bara læra nafnið, Karen Dalton.

Nú ætla ég að leggjast upp í rúm og þykjast sofa til morguns. Gangi mér vel.

No comments:

Post a Comment