February 3, 2005

Plögg fyrir litla bróður

Dannilíuz bróðir minn er það sem á fagmáli kallast tónlistarstjóri. Hann og einhverjir aðrir lúðar úr MS(Margbrautaskólanum við Sund) eru að setja upp sýninguna Með allt á hreinu.

Dannilíuz spilar sem betur fer á gítar í þessu lagi, stjórnaði upptökum og guð má vita hvað annað þessir hassreykjandi unglingar í dag gera til þess að taka upp tónlist. Eníveis þá skuluð þið endilega hlusta á lagið.

Það er hér: Fljúgðu!

Þegar þið eruð búin að hlusta á lagið. Plís. Þið megið alveg dást að því hvað litli bróðir er góður á gítar og gott ef hann spilar ekki á píanó líka? Svo er mjög gaman að syngja með þessu með múturöddinni. Kemst maður í Menntaskólafílinginn. Fljúúú - ÚÚÚghhhhrrrhhhhhúúúúúuúúúúúððððgggghhhhhhhuuuuuUUUUUUUUUUggggghhhhhuuuuuu hærra!

Margbrautaskólinn við Sund (Nei Daníel!! Þetta er ekki menntaskóli!) ætlar svo að setja upp heljarinnar sýningu. Ef Hilmir Snær tæki þátt í henni væri örugglega hægt að fá að sjá typpið á honum. En hann er ekki í henni. Svo ekkert typpi. Hlustið á lagið, sendið á vini ykkar og..... hugsið um typpið á Hilmi Snæ. Meira var það ekki.

No comments:

Post a Comment