April 24, 2005

Ó Kópavogur!! Þú fagra ekkert!!!

"...og allan tímann horfði ég framan í hana og hugsaði; ef hún væri kærastan mín þyrfti hún aldrei að bora í nefið á sér sjálf. Mínir fingur yrðu svo sannanlega hennar."

Svo við á skÍtalíu erum búin að eignast nýjan páfa. Hvað ætlum við að gera við hann? Það hefur ekki enn verið ákveðið. Grillann? Nei... djöfull er ég kreisí maður!! Stundum hræði ég sjálfan mig!! Grilla páfann!! Glætan!

Sjötíu grillveislur búnar. Ég elska þetta land. Nægur matur og vín á ásættanlegu verði. En stundum getur þetta verið hættulegt. Sérstaklega eins og í gær þegar við vorum einungis þrír strákar og svo tólf stelpur. Eins og flestir ættu á vita þá er ég haldinn óhóflegri hræðslu við stelpur. Þegar þær eru svona margar þá..... þá.... einmitt! Einhvern veginn þannig. Stari út í loftið, jafnvel slefandi og kem ekki upp einu einasta orði. Alla vegna engu sem hægt er að skilja.
"Hæ! Ég heiti ...." - hér verð ég að koma að "Hvernig á að koma fram við og skilja stelpur - sjálfsævisaga tobbaliciousar"

Strákar. Takið nú vel eftir. ALDREI! og þá meina ég aldrei skuluð þið muna eftir nafni á stelpu sem þið talið við í fyrsta skipti. Það að muna eftir nafninu hefur nefnilega hræðilegar afleiðingar. Eins og ég hef áður minnst á þá hugsa stelpur einungis um þrjá hluti. 1. barneignir. 2. hjónaband. 3. saumaklúbba. Þessi hugsunarháttur kvenna hefur haft það í för með sér að ef strákur gleymir sér í augnablik og man nafn stelpunnar sem hann er að tala við í fyrsta skipti þá fer eftirfarandi atburðarás á stað: "Mikið rosalega yrði hann góður faðir. Hann myndi sko aldrei lemja mig. Hvenær ætli ég geti sagt saumaklúbbnum frá honum?" Klikkar ekki. Hvert einasta skipti. Ég er ekki fullkominn, ekki enn, og hef oft brennt mig á þessu. Endar með því að pabbi einhverjar stúlku hringir í þig um hánótt hágrenjandi og heimtandi það að þú giftist dóttur hans: "E-e-e-en þú mundir nafnið á henni (snökt!) Þú mátt ekki gera okkur þetta!!! Hún er búin að loka sig inni í herbergi, borðar stanslaust majóneshristing með beikoni og skrifar í dagbók barnsins og límir inn myndir af brúðarkjólum og tertum í úrklippubók... (snökt snökt!)"

Hræðilegt. Annað er ekki hægt að segja. Það er einmitt út af þessu sem kirkjan er komin með nýtt slagorð sem á að færa hana nær manninum á götunni.

"Stelpur - ástæðan fyrir því að Guð er einhleypur!"

Hljómar vel.

Viljiði heyra góða sögu af heimilinu? Af hverju er ég að spyrja? Auðvitaði ekki. En ég ætla samt að segja hana. Þannig er að hér býr kyngirndur maður. Sam. Það er samt ekki málið með sögunni heldur það að hann getur ekki drukkið, hitt var meira til þess að þið hélduð ekki að ég væri að tala um panann Ja. OG nú er ég að fara að blaðra í ykkur leyndarmáli svo.... skítug sál ég. Enívei. Hann hafði sem sagt klárað heilan bjór og stóð úti á miðju gólfi og sagði í sífellu: "oh... oh.... það snýst allt í hausnum á mér!! Oh oh.. það snýst allt!!" Svo grípur hann um mig og hallar sér upp að mér og segir: "Á ég að segja þér leyndarmál?" Ég er engin maður til þess að neita leyndarmáli og sagði því auðvitað já. Hann horfir eldsnöggt í kringum sig til að sjá hvort einhver annar er að hlusta og hvíslar svo í eyrað á mér: "Ég svaf hjá stelpu!!" Ég hikstaði á græna teinu sem ég var að drekka (því allir vita að ég drekk ekki) og náði að hósta upp úr mér, "hvenær?". "Í gær."

Mórall helvítis sögunnar????!!!! Meira að segja þeir kyngirndu sam fá að sofa hjá fleiri stelpum en ég!!! Andskotinn hafi það!!!!! Ég hata lífið, páfann og stelpur!!

No comments:

Post a Comment