Gott í kroppinn
Siggeir Pétursson á örugglega ekki ammæli í dag en ég ætla samt að senda honum kveðjur.
Ein aðalástæða þess að ég hata stelpur: Nei!
Sko. Ég er búinn að vera að spjalla öðru hverju við kærustu mína í símanum síðustu daga og hún, þrátt fyrir það að vera glæný, hefur tekið upp þennan ljóta sið að segja nei í hvert einasta skipti sem sem ég hendi fram spurningu. Það er ekki eins og spurningarnar séu; "heldurðu að jörðin sé flöt?" eða "heldurðu að ég og Brad Pitt hafi verið skildir að við fæðingu?" Það er sama hvað ég spyr, alltaf skal svarið vera nei.
Við vorum eitthvað að ræða um páfann, kirkjuna og annað víst annaðhvort þessara dó vist um daginn og mér varð hugsað til allra sem eru að læra til prests. Það eru ákveðnir hlutir sem maður getur lært upp úr bókum, það er ég alveg viss um, en svo eru aðrir hlutir sem þarf að læra með verklegu námi t.d. eins og smiðir og rafvirkjar þurfa að hórast í. Völundur, þú ert smiður! Er þetta ekki rétt hjá mér?
Af hverju ættu prestar að vera eitthvað öðruvísi? Það sem ég vil fá að vita er hvort á þriðju hæð aðalbyggingar HÍ séu litlar ungbarnagínur með kross á enninu sem prestnemar nota til þess að æfa sig í því að skíra? Barnagínur klæddar í skírnakjól með lítinn svartan kross á enninu? Andskotinn hafi það!!! Æfingin skapar meistarann! (Sem minnir mig á það: Ef Æfingin skapaði Meistarann, af hverju er þá aldrei minnst á hana í Biblíunni?)
Svo væru þeir ekki bara með barnagínur til að æfa skírnina heldur líka brúðargínur til að æfa brúðkaup. Klæddar í kjól og hvítt með kross á enninu og lítinn takka á brjóstkassanum sem á stendur "try me!" og þegar þú ýtir á hann þá heyrist lágt "ææææææææææ dúúúúúúúúú" með ákveðnum Stephen Hawking hreim.
Það getur ekki annað verið. "For instructional use only!"
Ef einhver sem vinnur hjá Námsgagnastofnun gæti upplýst mig um þetta þætti mér vænt um það.
No comments:
Post a Comment