April 12, 2005

Hæ hó jippí jei og allt það

Kominn... já ég er kominn með netsamband. Loksins. Löng og leiðinleg saga sem gengur út á það að maður þarf að draga allt út úr skÍtölunum ef maður vill fá svör. Sem betur fer býr japani hérna sem gleymdi sér í smá stund og þannig komst ég að því að allt var týnt og eini maðurinn sem vissi nokkuð um internetið átti ekki heima hjá okkur. En þetta tókst að lokum.

Ekkert að frétta nema glimrandi ást hjá mér og kærustunni. Til þess að fagna því og internetsambandi þá bjó ég til einhverjar teyknymindyr. Vona að þið njótið.

Ef það væri bara selt
Jebb
Ekki í fyrsta skipti

Auk þess sem ég kem heim þann 27. apríl til þess að fagna prófum. Næstum því búinn að gleyma því.

No comments:

Post a Comment