Hvað á maður að gera af sér?
Mánuður eftir af skÍtalíu. Þessi vika nokkurn veginn ákveðin þar sem Guðný, amma og tvær frænkur eru að koma í heimsókn. Fullt hús. Svo ætla ég að reyna að koma mér í heimsókn til gömlu skítölsku fjölskyldunnar áður en ég fer heim og líta í heimsókn til frakklands í leiðinni. Koma því fyrir. Einhvern veginn.
Annars er lítið að frétta. Sá mitt fyrsta skÍtalska brúðkaup um helgina og nú á ég bara eftir að sjá jarðaför til þess að loka kirkjuhringnum. Skírn, gifting, jarðaför. Það virðist samt ekki ætla að gerast alveg strax. Veit ekki um neinn skÍtala sem ég þekki sem ætlar sér að drepast næsta mánuðinn. En maður veit aldrei.
Fannst ég samt ekki nógu vel klæddur fyrir kirkjuna. Valerío vinur minn lánaði mér hvíta skyrtu(ég ætlaði mér ekki í brúðkaupið, mér var ekki boðið) svo ég leit allt í lagi að ofan... en ég var í stuttbuxunum enn svo ég leit út eins og 6 ára strákur í stuttbuxum og spariskyrtu. Það eina sem vantaði var slaufa og marglita derhúfa með hreyfli á toppnum. Þá hefði ég verið kúl. Kúl es fökk.
No comments:
Post a Comment