August 9, 2005

Sem betur fer...

... þá finnst mér lífið æðislegt. Stundum of æðislegt. Af hverju? Jú það lumar nefnilega á skemmtilegum sögum sem fær mann til þess að njóta þess að vera til og það virðist einhvern veginn vera blómailmur af öllu sem er nálægt þér. Lítil börn virka ekki lengur sem slefandi litlir skítar með hor og meira að segja betlarinn fyrir utan hefur einhvern kynþokkafullann tón í röddinni þegar hann heimtar af þér einhverja aura. Sólin skín en samt ekki of skært og hitinn er fullkominn, ekki of heitt né kalt.

Hljómar of gott til að vera satt? Nei, látið ekki svona! Maður verður að njóta þess að vera til og það er einmitt það sem ég er að gera þessa dagana. Það er allt svo miklu bjartara þessa dagana. "Er hann orðinn geðveikur?" Nei aldeilis ekki krakkar mínir. Ástæða þess að ég skrifa þessar línur er sú að fyrir einhverjum dögum var ég að væla yfir ákveðinni stúlku sem ég var svolítið hrifinn af sem bjó hér í borginni en það kom svo í ljós að hún átti kærasta. Nú á hún ekki kærastann lengur og hún sendir mér skilaboð á hverjum degi. Hún hefur jafnvel gengið svo langt að viðurkenna það fyrir mér að hún sé hrifin af mér. Gleði gleði gleði!!!!

Stúlkan er nýflutt úr Bologna-borg og býr í einungis fimmtánhundruð kílómetra fjarlægð frá heimili mínu. Í annað land. Næstu tvö árin. Ég myndi bjóða henni út...

Tímasetning er allt. Þannig lærði ég að tímasetja punktinn þegar ég byrjaði að hata lífið.

No comments:

Post a Comment