Meiri heimsókn
Jæja. Þá er komið að meiri heimsóknum. Ein ensk stúlka og ein ítölsk. Sú ítalska stoppar reyndar bara í einn dag en hin aðeins lengur. Það er bara að reyna að finna stað fyrir alla að sofa í nótt. Fullt hús gesta. Reyni að elda dósamat handa þeim í kvöld og hella áfengi í andlitið á þeim.
Annars er það að frétta að hér er skítakuldi. 26-28 stig og nokkrir dropar hafa fallið. Ég kenni gestunum um. Þetta er reyndar fínt því í fyrsta skipti er ég ekki að svitna eins og tíu ára krakki í næturvinnu í Bankok. Þó ég hafi eiginlega aldrei angað af hvítlauk.
Farinn að sækja nýjasta gestinn.
No comments:
Post a Comment