Hjúkkit maður!
Það virðist sem svo að Ísland hafi sloppið við fuglaflensu. Hún er komin í J-ið og hefur barasta hoppað yfir i-ið. Stundum leikur gæfan við okkur, þeir hefðu átt að gera meira mál út af þessu.
Það er rífandi stemning yfir ástármálu stúlkna og þess vegna langaði mig að henda inn köflunum um röddina og augun. Röddin er mikilvægt tæki í ástarmálum og það segja mér sjónbetri einstaklingar að augun megi nota til þess að sjá hluti. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Njótið:
Röddin.
Rödd þín og orðaval á mikinn þátt í því, hvort þú ert yndisleg í augum karlmanna eða ekki. Þess vegna er þér áríðandi að temja vel rödd þína og vanda vel orðbragð þitt. Mild og hljómfögur rödd, samfara ástríkum og fallegum orðum, bræðir klaka hinnar köldustu sálar. Temdu þér mildan og blíðan málróm, en því fegurri sem málrómurinn er, því vandaðra verður orðbragð þitt að vera. Falleg rödd og ljót orð eiga ekki saman.
Mér finst ástæða til að vara þig sérstaklega við orðskrípum eins og þessum: hvað hann sé ?sætur?, ?pen?, ?lekker?; þetta eða hitt sé ?vemmilegt?, ?kedelegt?, ?svart?, ?brogað?; hvað ?fríseringin sé óklæðileg?; hvað þessi kjóll sé ?himneskur? og að hrópa ?almáttugur? í annari hverri setningu.
Augun.
Hið þögla mál augnanna er öllum elskendum dýrmætara en nokkur orð og í einu augnatilliti getur falist meira en orð fá lýst, hvort sem það er ást, hatur eða fyrirlitning.
Það er oft hægt að kynnast manni betur á einu augnabliki, með því að líta í augu hans, heldur en með langri samveru.
Í augunum speglast sálin og ef augnaráðið er kæruleysislegt og flöktandi, má ganga að því vísu, að það óstöðuglyndi eigi sér rætur í sál mannsins.
Sama gildir auðvitað um konur.
Þú skalt varast að nota augu þín mikið til þess að hafa áhrif á þá, sem þú þekkir eigi. Augna-daður er ljótt og ósiðsemis-einkenni.
Líttu altaf djarflega og með hreinskilni í augu annara og vertu eigi feimin né undirleit, því að þú hefir engu að bera kinnroða fyrir, ef þú kemur fram með siðprýði.
Á götum úti skalt þú líta djarflega framan í karlmenn en þú mátt eigi brosa framan í þá (ef þú þekkir þá eigi) né líta um öxl til að horfa á eftir þeim.
No comments:
Post a Comment