March 20, 2006

Þögn er sama og samþykki

Ég hef ekki haft neitt að segja. Allar hugmyndir einhvern veginn sveima um hausinn á mér en ég næ bara ekki í þær. Gæti verið vinnunni að kenna. Ég er orðinn blindur búðarstarfsmaður aftur. En mér datt eitt skemmtilegt í hug og var skammaður fyrir annað.

Atr. 1: "Ef þú setur þúsund kassastarfsmenn við þúsund búðarkassa og lætur þá stimpla inn tölur þá myndur þeir að lokum ná að slá inn fullkomnasta strikamerkiskóða sögunnar."

Atr. 2: Aldrei og þá meina ég aldrei segja við stelpu og kærastann hennar sem eru að kaupa tvo pakka af dömubindum; "Það er naumast að maður er á túr!" Öskur og skammir fylgja.

Þetta var póstur númer 998. Sá þúsundasti fer að nálgast. Einhverjar hugmyndir?

No comments:

Post a Comment