Gleymdi einu
Ég veit það eru sumir sem nenna ekki að lesa langar færslur frá mér svo hér kemur ein stutt. Það er skemmtilegur lítill bæklingur sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Þar segir að þvagleka megi meðhöndla. Jæja, skít má líka handleika en mér dettur ekki í hug að gera það.
Farinn að þrífa á mér hendurnar. Mér finnast þær skítugar.
No comments:
Post a Comment