June 14, 2006

Allt að smella

Búinn að ná toppnum. Þurfti að afþýfa pissublautan róna í búðinni í gær. Eitt það kynþokkafyllsta sem ég hef gert á ævinni.

Kvartbuxurnar og sandalarnir tilbúin til brottfarar og einungis nauðsynlegt að klára nokkra tíma i vinnu og kannski dansa örlítið við sjálfan mig inni í herbergi áður en ég legg í hann.

Ef ég læt ekki heyra í mér þá er ég bara í útlöndum að bera út gleðiboðskapinn og selja hugmyndina að fríríki á keflavíkurflugvelli til útlendinga.

Eitt í viðbót. Var ég eitthvað að misskilja líffræðikennslu í grunnskóla eða heita beinin tvö í framhandleggnum ekki öln og snípur? Ég sé fyrir mér ljóslifandi skýringarmyndir, örvar og neðanmálstexti, þar sem þessi orð komu fram. Ég alla vegna hnakkreifst við Voelli Saeti(tm) um daginn að ég myndi brjóta á honum fokking snípinn og ölnina ef hann færi ekki í lögguna. Það skýrir líka af hverju karlmenn finna aldrei snípinn á kvenmönnum, þeir eru bara að leita á vitlausum stað. Svo ég ætla að gera ykkur stóran greiða strákar. Prófið næst að sleikja og erta framhandlegginn á stúlkunni. En passið ykkur að hitta á rétt bein! Það hefur enginn ertst (????) við að láta sleikja á sér ölnina. Svoleiðis fólk er líka kallað perrar og við viljum ekki vera að hanga með þeim.

No comments:

Post a Comment