Uppgjör við fortíðina hafa alltaf hjálpað. Þau fá mann til þess að meta meira hvers konar manneskju maður hefur að geyma. Mín leið hefur legið í gegnum marga þrautina, vinnuna en sömuleiðis skemmtunina. Ég get ekki kvartað yfir lífshlaupi mínu. Af sumu er ég reyndar ekki stoltur en eiginkona mín Marsibil Marsibil María hefur verið mér stoð og stytta í því að ná sáttum við þær ákvarðanir sem ég hef tekið og ég veit að framtíðina lít ég bjartari augum eftir fæðingu Elmars Bertels sonar okkar.
En oft hefur það komið fyrir að ég hafi spurt sjálfan mig hvað hafi haft hve mest áhrif á mig. Er eitthvað eitt frekar en annað sem hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag? Ég held ég geti nú loksins fullyrt að það starf sem dýpst áhrif hefur á mig haft er það þegar ég vann sem fluffer, sem á íslensku gæti svo sem verið forleikari, hjá kvikmyndafyrirtæki á skÍtalíu.
Fluffer er fyrst og fremst gefandi starf sem býður upp á ótal möguleika til þess að kynnast skemmtilegu, ófeimnu og fjölbreyttu fólki. Nú er kannski einhver sem spyr sjálfan sig, "hvað í fokkinu er fluffer?" Það væri þá ekki í fyrsta skiptið. Ég held það hafi einmitt verið tengdafaðir minn sem spurði mig að þessu síðast. Hann hafði slysast inn á einhverja síðu á netinu þar sem nafn mitt var skráð sem fluffer í myndinni "Le avventure dei politici omosessuali" sem ég íslenskaði fyrir dvd útgáfuna sem "Ævintýri samkyngirndu stjórnmálagaytoganna". Tók mér smá bessaleyfi við að búa til nýtt orð, en það passaði bara svo vel.
Ég held hann hafi orðið eitthvað hræddur þegar hann sá orðið samkyngirndur þarna inn á milli en ég gat róað og fullvissað hann og vonandi ykkur líka að það er ekkert samkyngirnt við það að vera fluffer. Nú kom það nokkuð oft fyrir að ég þyrfti að hita drengina upp fyrir atriði, stundum fleiri en tvo, stundum fleiri en þrjá, en það gerði ég algjörlega á professional nótum. Vinnan átti hug minn allan og ég man eftir því að Manóló vinur minn hafði eitt sinn eitthvað verið að hneykslast á því að ég gæti unnið við þetta starf og einmitt daginn eftir sat ég á milli tveggja leikara og var að undirbúa þá og hló með sjálfum mér því ég gat engan veginn séð samkyngirndu hliðina á því að koma tveimur olíubornum og vel vöxuðum karlmönnum til áður en þeir komu sér í stellingar fyrir framan myndavélarnar.
Þegar ég er í vinnu þá er ég alltaf 110%. Það var ég líka sem fluffer. Ég veit það fór stundum fyrir brjóstið á Marsibil Marsibil þegar ég var á hnjánum að reyna að vinna fyrir salti í grautinn. Þetta var bara vinna eins og hver önnur! Ég veit að án minnar hjálpar þá hefðu myndavélarnar stoppað og kvikmyndaiðnaðurinn hlotið skaða af. Það er bara þannig að sumir sjá um að farða en aðrir hafa sínum hlutverkum að gegna. Nú er ég ekki að segja að menn og/eða konur þurfi að vera háskólamenntað fólk til þess að mastera fluffið, en það var stundum ósköp snúið að koma mönnum í almennilegt stuð. Ég segi nú ekki á köldum vetrarmorgnum þegar tökur hófust snemma. Ég ætla ekki að lýsa því hér á barnavænu blogginu hvað átti sér stað en sumar þeirra myndu nú örugglega getað kallað fram roða í kinnum hörðustu togarasjómanna sem vaktir hafa tekið í tunnunni og séð hafa ýmislegt.
Enda er ekki mikilvægasti punktur þessarar sögu hvaða vinnu ég gengdi. Heldur miklu frekar hversu taka skuli á krefjandi verkefnum með opnu hugarfari. Ja, svo sakar ekki að reyna að fá smá skemmtun út úr því í leiðinni.
No comments:
Post a Comment