Spurning um aðferð, ekki satt?
Þar sem ég er umvafinn útlendingum þá hafa dunið á mér spurningar frá sumum þeirra í sambandi við þetta hvalveiðamál. Eða hvalleiðamál eins og ég vil kalla það! Ha! Ha! Ha!.... æ ... æ æ.
En ég held mér hafi tekist að sannfæra þau um að við séum ekki að ganga af hvalnum dauðum þó við skjótum einhver tvö, þrjú kvikindi. Það virðist sem þau hafi meira út á veiðiaðferðina að setja. Ég geri mitt besta en það virðist fara voðalega mikið í taugarnar á þeim hvernig við drepum hvalinn. Þeim finnst hún ómannúðleg og jaðra við villimennsku. Ég meina... sko er ekki betra að við notum nýju aðferðina sem er að berja þá til dauða með andvana ungbörnum, þar sem það tekur hann u.þ.b. 6 mínútur að deyja heldur en gamla aðferðin þar sem við skutum hann með lifandi ungbörnum og það gat tekið hvalinn allt að tveimur tímum að deyja?
No comments:
Post a Comment