November 28, 2006

Ítalskar kvikmyndir og eigin ljóðagerð



Hver segir síðan að maður geri
aldrei neitt. Hangi öll kvöld einn í bíó að horfa á ítalskar kvikmyndir. Ef
einhverjum langar með þá á ég einhvern helling af 2 fyrir 1 miðum. Næsta
bíókvöld er á miðvikudag. Náði reyndar að plata Voella Saeta(tm) með mér á aðra
myndina í gær. Það truflaði mig svolítið að hann var allan tímann að æpa "hvar
eru keeellingarnar?! Eru engar foxý keeellingar á þessum homma listamannamyndum
þínum?" Svo í hvert skipti sem eitthvað kvenkyns birtist á tjaldinu heyrðist í
þeim Saeta(tm) annaðhvort "Ljóóóóót!!!" eða "Sæææææt!" Ef aftur á móti karlmaður
birtist þá gólaði hann yfir allan salinn "Hooommi með brilljantín í hárinu!"



Þó svo ég væri kominn ansi langt niður í sætið í lok myndarinnar þá var þetta
allt í lagi. Ég var þó næstum því hlaupinn út þegar Voelli Saeti(tm) sneri sér
að eldri hjónum fyrir aftan okkur og spurði hvort þau héldu að aðalleikkona
myndarinnar væri rökuð að neðan eða ekki. Sem betur fer móðguðust þau og gengu
út svo ég gat klárað myndina. Veit ekki hvort ég leggi í það að bjóða Voella
Saeta(tm) með mér aftur.



Ég fékk reyndar svona 2 fyrir 1 um helgina líka. Tvær sem kölluðu mig hálfvita
en ein sem hrósaði mér.  Ef ég væri ekki svona vanur því að ókunnugar
stúlkur og/eða konur væru að  ráðast á mína persónu þá hefði ég móðgast.
Ætli það sé ekki bara fullvissa mín um hversu mikinn húmor kvenmenn myndu hafa
fyrir því að vera kallaðar hálfvitur sem gerir mig svona ónæman fyrir köllum og
árásum þeirra. Allir vita hversu rosalega erfitt er að móðga kvenmenn. Þá
sérstaklega með orðum. Ég held ég hafi aldrei nokkurn tímann á ævinni séð konu
móðgast eða reiðast út af einhverju sem sagt hefur verið við hana og þær virðast
engan áhuga hafa að leita skýringa í tvíræðum setningum. Þess vegna myndirðu
t.d. aldrei heyra konu segja "Hvað meinarðu með því?"



En nóg um skilningsríkar konur. Það líður að jólum. Samkvæmt áralangri hefð þá
hafið þið hjálpað mér við að velja jólakort til að senda til vina í útlöndum.
Málið í ár að ég get ómögulega gert upp á milli tveggja þema. Hvort er sætara,
selir eða apar? Setjið ykkar atkvæði í kommentakerfið. Apar eða selir? Selir eða
apar?



Þema 1 apar:
Jóla-apinn



Þema 2 selir:
Jóla-selur




No comments:

Post a Comment