Eddlevan
Helgin er að koma. Engin vinna um helgina. En ég sé fram á ferðalag á morgun til keflavítis. Bubbi Morthens International hefur að geyma handa mér óvæntan glaðning. Ég veit reyndar ekki hvort mér verður hleypt inn þar sem einhver misskilningur varð á milli mín og öryggisvarða síðast þegar ég leit þar við. Reyndar skil ég ekki hvað málið var þar sem ég spurði einungis hvort það hefði verið með í útboðinu að þau þyrftu að skúra líka. Skúra þau ekki Kringluna? Af hverju þá ekki Bubba Morthens International líka? Eitthvað talað um móðgun við ríkisstarfsmenn og guð má vita hvað. Rólegir félagar.
Voelli Saeti(tm) snýr aftur úr víkingi. Hann er allur víraður eftir að hafa eytt heilli viku í það að elta uppi pólverja uppi á hálendinu. Þar sem hreindýrin hafa öll verið skotin og rjúpuna má ekki veiða þá nýta veiðimenn sér allan þann fjölda pól- og kínverja sem leika lausum hala á austurlandi og elta þá uppi með bambusprikum og berja þá. Mér finnst þetta ómannúðlegt og örlítil villimennska í þessu en þangað til veiða má rjúpuna aftur þá fellst ég svo sem á rök Voella Saeta(tm), "Hvað á ég annað að veiða?"
Talandi um óeðlilega hegðun. Konur og lyktareyðir fyrir klósett? Einhver? Ég er ekki að skilja. Ætti ég að gefa guðnýju svoleiðis í jólagjöf? Ef mig minnir rétt þá var fyrrv. líka haldin sömu fíkn. Eru einhver hormón í þessu sem konur sækja í? Í búðinni hef ég oft séð hóp af kvenkyni fyrir framan þessar vörur en hafði svo sem aldrei spáð almennilega í þetta. Þrátt fyrir að ég hafi að minnsta kosti þrisvar þurft að hringja á sjúkrabíl eftir að liðið hafi yfir kvenkyn sem opnað hafði umbúðirnar af einum lyktarvökvanum, helt því í poka og andað að sér. Ætli ég þurfi að hafa samband við Kompás og láta þá rannsaka þetta? Ég væri tilbúinn að ganga með falda myndavél ef það yrði til að uppræta þessum hættulega leik sem kvenkyn virðist vera að stunda.
Ég var svolítið áhyggjufullur áðan þegar guðný var að þrífa klóstið og ég stend yfir henni reykjandi með kaffibolla og hún á hnjánum með svampinn á lofti og getur ekki hætt að sturta niður. Með nefið upp við plaststykkið með vökvanum hvíslandi í sífellu að búnaðinum: "Hver elskar mamma sín?", "eigum við smá rush hand mömmu?" og "ég vildi að ég gæti gifst þér ferski sítrusilmur". Með því að dangla aðeins í hana og draga hana út af klósettinu og læsa þá lagaðist þetta en nú situr hún katatónísk í sófanum og segir ekki orð. Ef það lagast ekki á morgun þá hef ég samband við sérfræðing.
No comments:
Post a Comment