Hvað er að manninum?
Ég veit ekki hvað hefur komið yfir minn gamla félaga. Hann dauður á öllum æðum. Er hann kominn með einhvers konar lífsleiða? Ég reyni hvað ég get til að hjálpa honum. En það virkar ekkert, diskókeila.. sem ég man að skildi hann eftir einu sinni í tárum og orðunum "ahhhhh!!! Þetta er það fallegasta leisershow sem ég hef séð!! Bú hú hú!!"
Nú náði hún ekki að hreyfa við tjörutyppinu á honum. Ekki að tjörutyppið hafi hreyfst í mánuði. En þó hann hætti að reykja núna þá yrði það eins og að blása lífi í leikaraferil Pee Wee Herman. Nema hann myndi fá sér svona plasttúbur inn í typpið sem hann gæti síðan stjórnað eins og beygða hlutanum á plaströri? Það er hugmynd. Eða einhvers konar sterameðferð? En nóg um tobbalicious og hans getuleysi. Við viljum ekki að allur heimurinn viti af þessu.
Af mér er það aftur á móti að frétta að ég hef eignast einhvers konar ofurkrafta. Ég get haldið hlutum á lofti með hugarorkunni einni saman! T.d. get ég haldið sjálfum mér á lofti, en einungis ef ég er í skóm. Það virkar ekki ef ég er berfættur eða í sokkum. Með sokkunum virkar það nokkurn veginn en ég er asskoti valtur. Nú blogga ég og drekk kaffið úr bollanum sem svífur fyrir framan andlitið á mér.
Það furðulegasta við þetta allt saman er að kraftana fékk ég sama dag og Ariel Sharon fékk heilablóðfallið. Ætli þetta sé eitthvað tengt? Hafa hans ofurkraftar fundið sér samastað í mínum líkama eftir að hans gafst upp? Má ég búast við sömu örlögum. Verður mér boðin staða forsætisráðherra Ísraels?
Svör við þessu... kem ég ekki með fyrr en frostrósirnar eru farnar af landi brott. Ég er búinn að vera með stingandi hausverk frá því þær komu til landsins...
No comments:
Post a Comment