April 16, 2007

Hey! Hættið þessu!

Vá hvað ég væri til í að vera lónsvörðurinn sem þarf að stoppa fólk að ríða í bláa lóninu.

Modest Mouse diskurinn og Kings of Leon eru að halda mér réttu megin við geðdeyfðarmörk.

Eru kosningar farnar að snúast algjörlega um skoðanakannanir? Hvað með málefni? Verð ég að skila auðu ef enginn hringir í mig til að fá mína skoðun?

Tryggingarfélagið sem bauð mér betri kjör af því þeir hringdu í mig og sögðu mér svo að ég myndi ekki fá jafn góð kjör ef ég myndi sjálfur leita eftir þjónustu þeirra má búast við að ég finni mér annað félag.

Það er vor í lofti andskotinn hafi það! Koma svo! Ég er kannski bara svona fúll af því að Voelli saeti(tm) sagðist bara vera vinur minn af því ég væri með lítið typpi og það veitti honum ómælda gleði. Mér er svo sem slétt sama. Þannig er bara lífið. Það eru ekki allir jafn vel hlaðnir. Það pirraði mig meira að vera kallaður snípurinn í sturtu í menntaskóla. Stelpur geta verið svo grimmar!

No comments:

Post a Comment