May 10, 2003

Til hamingju með Ammælið!!!! Spörri Seríós
Tók smá hliðarspor frá lærdómi í gær og kíkti út á lífið. Þannig er mál með vexti að Spörri Seríós og hans hjásvæfa fögnuðu útkomu Eve-online. Spörri greyið hefur ekki sést heima hjá sér svo vikum skiptir. Erfitt líf að vinna. Aníhú þá buðu þau mér að samfagna með sér í fríu áfengi. Yeah. It´s so wonderful I´ll say it again. Frítt áfengi. Ég verð að þakka þeim óvígðu. Þetta var brilljant. Komst þó að því að margir af þeim sem Spörri vinnur með hafa ekki litið sól svo árum skiptir. Dare I say it???? Svolítið nördalegir. En besta fólk. Kunna að drekka en ekki að dansa. Því þurftum við Jó að dansa eins og mófós til þess að fylla upp í autt dansgólfið. Diskópar dauðans. Lenti meira segja í því að rökræða við D-Joðinn um þann merka tónlistarmann Prince. Frítt áfengi og diskó make tobbalicious a pahty boy!!! Týndi svo reyndar þeim óvígðu, náði ekki í Völund og var því kominn heim mun fyrr en skoðanakannanir höfðu gert ráð fyrir. Hafði reiknað með því að geta kosið á heimleiðinni. Gekk ekki. Vaknaði svo í morgun við það að betri helminginn vantaði. Hélt hún hefði nýtt sér það að tobbalicious hafi verið á mörkum lífs og dauða og komið sér í burtu. Reyndist þannig að hún fór í próf og stóð sig víst með miklum ágætum.
Jó er annaðhvort voða góð eða ótrúlega grimm? Í gær skartaði Jó mestu brjóstaskoru sem sést hefur. Sló þar með Íslandsmet frænku sinnar Sillí frá því fyrr í vetur. Veit ekki hvort það hafi verið til að kæta nerðina eða sýna þeim svolítið sem fyrir þeim er aðeins til á internetinu og þeir komust í fyrsta skipti í snertingu við og sjúga nú þumalinn heima eftir alla þessa skoru. Spörri skartaði aftur á móti engri skoru. Þökk sé þeim óvígðu. Þau ætla að bjóða mér í ammæli í kvöld.

No comments:

Post a Comment