Djöfull getur verið leiðinlegt að læra. Ekki það að ég sé ekki "ógeðslega spenntur" að takast á við leiðinlega hluti. Það er eitt stærsti hlutinn af því að komast áfram í lífinu. Takast á við leiðinlega hluti en geta jafnframt séð í gegnum þá. Þá kemst maður áfram.
Get ekki beðið eftir því að þetta tímabil kosninga um ekkert ljúki. Þetta fólk sem er búið að fara í sturtu alla daga og greiða sér voða flott getur skriðið aftur ofaní holuna sína og hugsað um eigið rassgat í fjögur ár. Komið svo aftur nýgreitt og þrifið og talað um sömu hlutina aftur og aftur því aldrei finnst tími til þess að koma neinu í framkvæmd og því verða gjömul loforð ný og allt skal verða betra. Bara aðeins seinna. Vona svo sannarlega að þessir stjórnmálamenn og konur trúi því sem þeir segja. Ég held nefnilega að það sé enginn annar sem tekur þessu trúanlegu. Sjálfsblekking eins og hún gerist best. Á sunnudag þarf maður ekki lengur að hlusta á þetta svo að bjartari tímar eru framundan. Það er kannski þess vegna sem maður er svona fúll þessa dagana, það er ekki prófunum að kenna heldur að þurfa að horfa á hvern besservisserinn af öðrum gjamma oní hvern annan. Vona að þau finni frið við það að komast á þing. Held þó að enginn muni sakna þeirra ef þau hyrfu einn daginn af yfirborði jarðar.
No comments:
Post a Comment