May 4, 2003
Sá það hræðilegasta í heimi rétt áðan. "Ungir" sjálfstæðismenn voru með mestu hræðsluáróðursauglýsingu sem sést hefur í tuga ára. Nú eru þeir að hræða sauðsvartan almenning frá því að hefja umræðu um inngöngu í Evrópubandalagið. Sjómenn helstu evrópulanda bíða víst í ofvæni að komast á miðin okkar og ræna frá okkur fisknum. Þó svo að samkvæmt reglum evrópubandalagsins yrði ákvörðun um úthlutun kvóta tekin hér hjá ríkisstjórninni. Nema þá að þeir hafi svona rosalega lítið álit á stjórnvöldum hér og búist hreinlega við því að þeir gefi frá okkur kvótann??? Hér með heiti ég því að kjósa aldrei það fólk sem kemur nálægt svona viðbjóðs hræðsluáróðri. Það að hagræða sannleikanum til þess að fá sínu fram er svo sem allt í lagi. EN ÞAÐ AÐ LJÚGA HREINLEGA FRAMAN Í ÞJÓÐINA SÝNIR HVERS KONAR FÓLK ÞETTA ER. Viðbjóður.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment