Það er ekki oft sem ég missi mig. Fer að hágrenja líkt og smástelpa og missi mátt í tal- og skynfærum og útlimum þar að auki. Það gerðist samt áðan þegar ég var sakleysislega á gangi á Laugaveginum og hitti ekki ómerkari mann en fokking andskotans Dave Grohl. Dave FOkkking Grohl og ég á Laugaveginum saman!!!!! FOkking hell hvað ég missti mig..... algjörlega... kom ekki orði út úr mér fyrr en eftir eitthvað sem mig minnir að hafa verði 5 mínútur.... er ekki enn búinn að ná mér þið fyrirgefið... shit... Dave eins og ég vil kalla hann, þar sem við erum eiginlega orðnir vinir núna.. já, ég myndi segja það.. VINIR. Næ ekki helvítis glottinu af mér. Andskotinn sjálfur. Starstruck eins og lítil lesbía.... og samt er mesta gleðin eftir.. það að fá að sjá helvítið uppi á sviði á eftir. Húsið opnar klukkan 19 félagar og ég ætlast til þess að sjá ykkur öll þar.
Dave og tobbalicious á Laugaveginum saman... phifff!! Hvað verður það næst???
No comments:
Post a Comment