tobbalicious er einn í heiminum!
Það er ekkert að gerast. Ekki neitt. Ég sit í vinnunni og reyni að hugsa um eitthvað að gera, en það gerist ekki neitt. Ég held að það gæti verið að einhverjir úr Rvk séu farnir út úr bænum en ég vil ekki fullyrða um það. Dauði og djöfull maður. Svona dagar eru einungis til þess gerðir að draga úr manni allann mátt, maður sekkur dýpra og dýpra í letina(ekki það að hún sé ekki til staðar hjá manni fyrir) og endar á því að stara tómur út í loftið(meira en venjulega). Það er einmitt á þessum dögum þegar ég uppgötva að ég gerist sekur um einn versta glæp sem til er. Það að stara út í loftið með kjaftinn galopinn, það er nefnilega ekkert ljótara heldur en það, fyrir utan kannski að vera opinmynntur og samvaxinn. Nenni ekki einu sinni að röfla lengur. FFWD please.
No comments:
Post a Comment