Jæja, krakkar mínir.
Á Eggertsgötunni gengur allt sinn vana gang. Skóli er hafinn og hugsa ég ekki um neitt annað þessa dagana. Ja, kannski er eitt sem ég hugsa svolítið um þessa dagana.... hvað var það aftur? Bíddu, bíddu, þetta er alveg að koma.... Já núna man ég, BESTU MEST BRILLÍANT TÓNLEIKAR SEM NOKKURN TÍMANN HAFA VERIÐ HALDNIR.....EVER...AND EVER...AND EVER, EVER. Foo Fighters komu, sáu og gjörsigruðu. Þvílik andskotans snilld sem þetta var og er enn í huga mínum. Hvílík keyrsla á einu bandi. 17 lög á tveimur tímum. Aldrei stoppað fyrir utan tvisvar til þess að hæla landi og þjóð. Hvílíkur kraftur í einni hljónst. Þetta var í 5. skiptið sem ég sé þessa snilldarhljónst frá USA og bjóst nú við því að ég myndi skemmta mér, en..... þetta var eitthvað svo miklu meira.. svo miklu, miklu meira. Líkt og félagi minn Davíð sagði á tónleikunum þegar hann lýsti áhyggjum sínum á því að hann vissi ekki hverju hann ætti von á þegar hann spilaði á nýjum stöðum. Það væri aldrei að vita hvort áhorfendur stæðu eins og þvörur og létu ekkert í sér heyra. "Didn´t think it would happen. Because we´re pretty fucking good at this." Það eruð þið svo sannanlega Davíð minn, það eruð þið svo sannalega. Get ekki beðið eftir næstu tónleikum með þeim. Þó svo ég búist ekki við því að þeir geti toppað þetta. Þið sem ekki komust eigið alla mína samúð, önnur eins skemmtun verður aldei aftur hér á landi. Svo mikið er víst.
No comments:
Post a Comment