August 21, 2003

Sá bíl um daginn sem mikill húmoristi á. Á honum stóð "Ný skylinn". Hagði ekki hjartað í mér að benda honum á vitleysuna.

"Vinkona mín" sem tekur alltaf með mér strætó, kallar alltaf á mig yfir allann vagninn STRÁKSI! STRÁKSI!, spurði mig um daginn hvort ég vissi til klukkan hvað Félagsþjónustan væri opin.

Tvisvar í röð hefur það nú gerst að fólk hefur læðst aftan að mér í búðinni, hljóðlátt sem tígrar, og þegar munnur þeirra nam við eyra mitt hvíslaði það með fullri raust AFSAKIÐ!

Þetta er ástæða þess að ég hef ekki náð að skrifa neitt hér síðustu daga. Lífið sýgur krakkar mínir. Er bara að komast að því núna.

No comments:

Post a Comment