August 7, 2003

Í dag er ég breyttur maður

Ég er svo über glaður í dag. Því í gær fékk ég mér tattú. Á belginn. Flottasta tattú ever. Ég veit að ég var búinn að tala um það að fá mér tattú af úlf sem væri búinn að rífa í sundur á mér skinnið og kæmi stökkvandi á móti, en ég hætti við það. Fannst það ekki vera nógu áberandi. Nú geta allir aðrir hætt við það að fá sér tattú því ég er kominn með það flottasta. Fokk samt hvað það var sárt. Jónsi þú hafðir rétt fyrir þér, maginn er versti staður í heimi til að fá sér tattú. Náði samt að halda aftur tárunum. Maður er svo rosalegur karlmaður, skiljið þið? Eníhú, þá gæti ég ekki verið fokking ánægðari með sjálfan mig, nú er bara að draga afa gamla til Fjölla því ég veit að karlinn vill fá sér kommúnistastjörnuna á upphandlegginn. Þokkalega hvað afi minn er brilljant kúl kall.

No comments:

Post a Comment