March 10, 2005

Heppinn???

Hef ekki verið að gera neitt. Lagðist í smá þunglyndi þegar ég komst að því að tölvan mín var hljóðlaus og eitt geisladrifið virkaði ekki. Lítið mál. Opnaði helvítið og kom henni í lag á ný. Snillingur? Það voru þín orð ekki mín... en takk samt.

Stundum er maður bara heppinn. Fékk símhringingu í gær þar sem mér var boðið með til Króatíu á morgun. Förum með bát frá Ancona yfir tíl Króatíu. Helgin verður notuð til þess að aðstoða fátæka íbúa Króatíu. Hópurinn sem ég fer með er frá einhverri kirkju hér í Bologna og þar sem ég er allur fyrir neyðaraðstoð þá gat ég ekki skotist undan því að taka þátt í svona góðgerðarstarfsemi. Góðgerðarmál um helgina í Króatíu. Svo er hugmyndin að ég og Matteo (strákur sem ég þekki) verðum áfram í Króatíu í nokkra daga að skoða landið. Menningin og allt það.

Spurning hvort við kíkjum á Slóveníu í leiðinni? Það er aldrei að vita. Ég hlakka alla vegna til. Á vinkonu í Zagreb sem ég væri alveg til í að heimsækja en það er alltaf spurning um peninga. Svo... eitt kannski... rosalega er skrítið að fara til útlanda þegar maður er í útlöndum!! Mér finnst ég ekkert vera að fara til útlanda því ég er í útlöndum. Lífið er svo rosalega skrítið maður!! Pældu aðeins í því!!!

Svo má ekki gleyma að Ítalía og Ísland ætla að spila fótbolta hérna rétt hjá Bologna og ég hef ákveðið að skella mér. Draga með mér skÍtalana og eiga góðan dag í bjórdrykkju og fótboltagláp í Padova. Hljómar ekki illa.

Svo... fréttir næsta mánuðinn eru þessar. Króatía í eina viku. Landsleikur í fótbolta í lok mánaðarins. Þess að milli reyni ég að koma inn sem mestri bjórdrykkju... það eru þrír bjórkassar hérna fyrir utan sem hreinlega öskra á mig á hverju kvöldi. Hver er ég að neita bjórnum um góðan maga?

Króatía here I come!

No comments:

Post a Comment