March 6, 2005

Syngjandi glaður!!!!

Verð að viðurkenna eitt. Ég get víst ekki borðað meira en 130 kg menn. Það sannaðist í gær. Bauðst og/eða bauð sjálfum mér í keppni á milli Grikkjans og skÍtalans í því hver gæti borðað meira af samlokum. Grikkinn er stór. skÍtalinn er stór. Sameiginlega vega þeir 250 til 260 kíló. Ég er 72. Það dró samt ekki úr mér og ég var nokkuð viss um að ég gæti tekið helvítin. Verð að minnast á það að japaninn fékk einnig að taka þátt.

Förinni var heitið til Sassuolo sem er rétt fyrir utan Bologna. Staðurinn skiptir ekki máli. Þetta var meira svona.... til að þykjast vita eitthvað um staðsetningar bæja og borga á skÍtalíu. Staðurinn sem við fórum á var smábar sem sérhæfir sig í þessum samlokum, djúpsteikt brauð og þar á milli er hægt að velja um hráskinku, stracchino og rucola, pesto, malakoff og beikon. Byrjuðum á því að panta 10 stk á mann. Eftir þau 10 þá datt japaninn út rjóður í kinnum og örlítið ringlaður.

Við þrír sem eftir vorum pöntuðum aðrar 10 og hófum átið á ný. Eftir 15 vorum við farnir að svitna og saltið sem var í öllu og brauðið gerði það mjög erfitt að bíta í samlokurnar. Fleiri lítrar af vatni, sprite og kóki voru drukkin til þess að reyna að fá smá raka í munninn. Það var enginn tilbúinn að hrækja upp í okkur þó það hefði verið betra. Ég ákvað, mjög viturlega, að hætta eftir 18. Sturtaði í mig hálfum lítra af vatni og reyndi að halda aftur ælunni. Þurfti ekki lengur að nota beltið til þess að halda uppi buxunum. Bumban sá til þess.

Ég gat ekki annað en dáðst af fitubollunum tveimur sem héldu ótrauðir áfram. Hvor um sig þrjóskari en hinn. SkÍtalinn hætti eftir 24 og Grikkinn eftir 23. Ber ekkert annað en virðingu fyrir þeim báðum. Ég aftur á móti verð héðan í frá þekktur undir nafninu "Anorexíu hóran!" Ég þakka Völundi fyrir að hafa fundið þetta skemmtilega og viðeigandi nafn á mig.

Það átti að líta út um kvöldið en því miður vorum við ekki í besta ásigkomulagi til þess, með bólgnar bumbur og ekki örðu af vatni í líkamanum. Það var það versta... það eina sem við vildum gera var að drekka, vatn, bjór, kók, hvað sem er en það var bara ekki pláss í maganum til þess að koma því fyrir. Við höfum heitið því allir að snúa aldrei þangað aftur. Ef einhvern langar til þess að reikna út hversu mikið var étið þá er hver samloka u.þ.b. 100 gr. give or take 10. Hvað ætli séu margar kaloríur í hvítu brauði plús beikon??? Nenni ekki að reikna þetta út.

Annars er hvað að frétta? Kannski mest lítið. Tölvan er smá saman að taka sig saman í andlitinu og lítur allt út fyrir það að ég verði nettengdur í tölvuna mína í næstu viku. Þar sem við erum að skipta út meðleigjanda þá gæti það reyndar tafist um einhverja daga. Enginn veit hvenær hann flytur inn. Kannski er hann ekki til? Hvað veit ég?

En þegar hann loksins flytur inn verður íbúðin skipuð eftirfarandi íbúum: Chiara(skÍtala), Koni(japani), Carlo( samkynhneigður skÍtali) og svo ég. Blindi Íslendingurinn. Besta við þetta allt saman er það að japaninn hefur aldrei á ævinni séð samkynhneigðan mann. Og þeir þurfa að deila saman herbergi. Ég bíð eftir sápuóperumómenti. Gráti og gnístan tanna.

Húsið er reyndar allt fullt af jöppum eins og er. Vinir jappans eru í heimsókn. "Þessu finnst svo rosalega gaman að ferðast!!" Það segi ég alla vegna. Og það sem ég segi eru nánast lög þar sem ég er sá eini sem talar íslensku og því notast ég óhikað við hana til þess að ráða úr deilumálum hér á heimilinu. Þau eru orðlaus, nema jappinn en það tekur hann enginn trúanlegan þar sem hann talar japönsku. Eins og það sé tungumál!!! Ha ha ha ha!!

Þið hefðuð átt að sjá hann reyna að útskýra að japanska væri í alvörunni tungumál á brotinni og illa beygðri skítölsku. Ég stjórnaði þeirri umræðu algjörlega. 1-0 fyrir mér.

Hann hefur reyndar ekki talað við mig síðan. Tvær vikur eru svolítið langur tími en ég held þetta lengur út. Eða þá að ég drep hann. Á enn eftir að ákveða mig hvað ég geri.

Er þetta ekki nóg í bili? Ég nenni alla vegna ekki að skrifa meira.

No comments:

Post a Comment