November 9, 2005

Af hverju vill engin hjálp mína?

Talaði við grænmetisframleiðendur sem eru greinilega fastir í fortíðinni og treysta sér ekki í verð og yfirráðastríð við blómaframleiðendur. "Segðu það með plómum" er samt slagorð sem ég held að muni hitta í mark og verða til þess að grænmeti og ávextir öðlist aftur þá virðingu sem þeir eitt sinn höfðu.

Er óeðlilegt að vera í sms-sambandi við fjórar mismunandi stúlkur af mismunandi þjóðerni í mismunandi löndum? Og einn strák líka. Ég er að því er virðist í sms-sambandi við hálfa evrópu. Króata, Bosníu-Herzegóvínu, Frakklendingu og Englendingu. Og svo einn skÍtalskan strák. Ég ætti kannski að líta á þetta sem þróunaraðstoð? Friðar samviskuna.

No comments:

Post a Comment