January 9, 2006

Aftur á byrjunarreit

Djöfull gekk vel að detta ekki í það um helgina. Álíka vel og hjá Garðari Cortes að gefa út skemmtilega plötu fyrir jólin. Sem sagt alls ekki. Þetta var þó gaman og ég get alltaf kennt bubba um að hafa vakið upp í mér áfengisþorstann. Af hverju Fjöllin hafa vakað bubbi? Af hverju flugeldar? Ég sem var búinn að standa mig svo vel frá síðustu helgi. Svo sendirðu þessa sprengju inn í mitt líf, viltu ekki bara senda bjórkassa niður á Vog? Þú átt að vita betur.

Annars voru tónleikarnir brillíant. Damien Rice er svo að reyna að fá mig til þess að giftast sér. Hann stóð uppúr. Reyndar voru allir góðir fyrir utan ghostdigital sem ég er bara ekki að fatta. Mér finnst ég alltaf vera að horfa á opið beinbrot þegar ég sé þá á sviði.

Er ekki annars skólinn að byrja hjá mér í dag?

No comments:

Post a Comment