Guð veit ég elska þá!
Ég er gömul handboltahóra. Spilaði þennan leik í mörg ár og hafði mjög gaman af. Núna þegar ég horfi á þetta mót skil ég aftur á móti af hverju ég hætti. Nokkrar ástæður fyrir því. Fyrsta er auðvitað sú staðreynd að það er ekki lengur kúl að hlaupa út í smók í hálfleik. Það þótti nú bara hressandi þegar ég var að spila. Nú í dag með öllum þessum fasista-áróðri þá er varla að maður megi kveikja sér í uppi í stúkunni eða í sturtunni hjá 3. flokki kvenna án þess að maður sé litinn hornauga. Fasistar.
Annars var hin ástæðan líkamshár karla. Glætan að ég myndi vilja vera þarna inná að strjúka mér upp við sveitt líkamshár annarra karlmanna. Það er bara svo.... ógeðslegt. Þá er ég ekki að tala um sæt sveitt líkamshár undir höndunum heldur viðbjóðslega sveitta hárklepra á bakinu, bringunni og maganum. Hvað ef þú rekst í þetta? Allur blautur af svitanum af hárunum af einhverjum öðrum. Saltur. Hársviti. Af. Bakinu. Af. Öðrum. Salt og blautt eins og ofsoðið og ofsaltað spaghetti gærdagsins. Nema hvað það er líkamshitavolgt og gæti talað við þig.
Því meira sem ég hugsa um það þá gerði ég rétt að hætta.
No comments:
Post a Comment