January 30, 2006

Byggt á góðum grunni

Ég hef ákveðið að stofna fyrirtæki. Eins og glöggir lesendur muna þá hef ég unnið að smíði eilífðarvélar frá árinu 1987 og er kominn vel á veg með að fullkomna smíði hennar. Það vantar einungis herslumuninn til þess að hún brjóti bæði 1. og 2. lögmál varmafræðinnar. Líkt og kona sem ég þekkti hér í bæ sagði þegar kennarinn minn í verkfræði neitaði mér að gera eilífðarvélina að BS verkefni: "Varmafræði smarmafræði!"

En nú hefur mér loks tekist að safna peningum til þess að stofna fyrirtæki og þar sem ekki er mikill peningur afgangs verð ég að treysta á auglýsingar annarra til þess að dæmið gangi upp. Samkvæmt því sem ég hef lesið í lögfræði þá ætti ekki að vera möguleiki hjá fyrirtækinu Eld-smiðjunni að geta tekið af mér nafnið sem ég fann á fyrirtækið: Elds-miðjan. Það sér hver heilvita maður að þarna er um tvö ólík nöfn að ræða.

Og því get ég lofað ykkur að Eldsmiðjan á eftir að þakka Eldsmiðjunni fyrir þegar Eldsmiðjan er orðið stærra og virtara fyrirtæki en Eldsmiðjan og þá mun Eldsmiðjan ekki fara í mál til þess að taka nafnið af Eldsmiðjunni.

Ef það gengur ekki, þ.e. að lögfræðiþekking mín sé kannski ekki það góð og þetta myndi allt falla um sjálft sig, þá get ég alltaf notað hitt nafnið: BíKó.

No comments:

Post a Comment