Flauel
Ef það er eitthvað sem getur gert mánudaga betri en þeir eru yfirleitt þá er það veikindi. Hélt ég væri svona rosalega þunnur í gær en svo þegar áfengið rann úr líkamanum komst ég bara að því að ég er veikur. Það var skemmtilegt maður. Sexí. "Veikindi eru sexí" gott ef það var ekki Aristóteles sem sagði það. Held ég nenni samt ekkert að láta þetta stoppa mig. Verð að skila ritgerð og prófi þessa vikuna... og það er ekki eins og ég hafi fótbrotnað og farið úr hællið... segir maður hællið?.. örugglega.
Ætli ég skríði ekki aftur upp í rúm og reyni að glugga í siðfræðibækurnar fyrir miðvikudag.
No comments:
Post a Comment