February 22, 2006

Grátur, heilsa, vellíðan

Ég er alveg búinn á því. Fór í próf í dag og hágrét allan tímann. Gat ekki hætt að skæla og gerði ekki annað en að þurrka tár af prófbókinni og sjúga upp í nefið. Held þetta hafi kannski truflað prófið fyrir öllum hinum en... hvað getur maður gert. Ég veit alveg ástæðuna fyrir þessu. Helvíts rautt eðalginseng. Líkaminn á mér ræður bara ekki við það. Eins og ab-mjólk.

Ég verð svo tilfinningaríkur með ginsenginu og græt vonsku heimsins og örlög þeirra sem minna mega sína eins og aldraðir, rauðhærðir og aldraðir rauðhærðir. Svo ég sat í einn og hálfan tíma og hágrét líkt og smástelpa og enginn mátti hjálpa mér því það gerði mig bara enn verri og ekkasogin ágerðust við hvern einasta einstakling sem bauð mér aðstoð sína. Ég grét yfir fegurð panelveggjanna í Árnagarði, fallegum konum sem brosa með augunum og því hversu lítið hefði heyrst í Simply Red upp á síðkastið.

Ég held ég geti aldrei eignast vini í þessari deild. Ekki eftir þetta. Sem betur fer sá mig enginn æla eins og múkka inn á klósetti eftir prófið. Fráhvarfseinkenni af ginsenginnu.

No comments:

Post a Comment