February 6, 2006

Málfræðihorn Breka Friðmars

Blessaðir og sælir krakkar mínir. Það er langt síðan ég hef skrifað hér inn en ég hef verið rosalega upptekinn. Ekki "Tekinn með 7 grömm af hassi í endaþarminum í Leifsstöð á leið til útlanda" upptekinn, heldur nýbúinn með meistaranám í listdansi upptekinn. Já, ég var að skila inn ritgerðinni, "Dansinn sem áróðurstæki í þróun, uppbyggingu og friðarferli í þriðja heims löndum", og varði hana í síðustu viku með bæði munnlegri og listrænni tjáningu. Ekki það að ég vilji vera að upphefja sjálfan mig en þó verð ég að minnast á ummæli eins prófdómara míns sem voru eitthvað á þessa leið: "Breki, útfærsla þín á sporum hinnar glæsilegu Galinu Mezentsevu varð til þess að ég fann mig í flóðbylgjunni miklu í Asíu með fangið fullt af munaðarleysingjum á harðahlaupum undan vatnsstraumnum. Þér eruð ekki dansari! Þér eruð listamaður! Ég legg til að alþjóðlega fimleika- og balletráðið finni upp á sjöttu-pósisjón og að hún verði nefnd í höfuðið á þér." Orð sem ég met mikils en ég er ekki hér til þess að tala um sjálfan mig. Alls ekki. Hér er ég til þess að rétta hjálparhönd góðum vini sem leitað hefur til mín vegna yfirgripsmikillar þekkingar minnar á íslenskri tungu.

Þannig er að Esra Elí[ís-rael] vinur minn á vinkonu sem heitir Jara Sunneva Betsý [ia-ra-sönn-offa-bitsí] og hún á dóttir sem heitir Katrín Ýr [khah-t´rín-íhhhhr]. Esra Elí hafði nefnilega keypt gjöf hand dótturinni og átti í mestu erfiðleikum að skrifa á það þar sem hann var ekki alveg viss um beygingu nafnsins Ýr. Esra minn, hafðu engar áhyggjur, ég skal redda þessu fyrir þig. Þar sem orðið Katrín er ekki að vefjast fyrir okkur [Katrín, Katrínu, Katrínu, Katrínar](Hér þarf ekki að velta fyrir sér greini í beygingu þar sem nafnið Katr er það ákveðið að því fylgir alltaf greinir og þar af leiðandi: Katrín) þá verður það héðan í frá skammstafað K. Áfram með smjörið og tökum fyrir nafnið sem allir eru að bíða eftir:

Eintala: ..... (m/greini)..... Fleirtala: .... (m/greini)
Hér er: K. Ýr (Ýrin) .......... Hér eru: K. Ýr (Ýrnar)
Um: ... K. Ú (Úna) ........... Um: .... K. Ýr (Ýrnar)
Frá: .... K. Ú (Únni) .......... Frá: .... K. Úm (Únum)
Til: ..... K. Ýr (Ýrinnar) ...... Til: ..... K. Úa (Únna)

Auðveldara gæti þetta ekki verið. Ef þú ert enn í einhverjum vafa Esra minn þá skal ég bæta við nokkrum setningum þar sem nafnið kemur fyrir til þess að auðvelda þér þetta:

Dæmi 1: Hérna er gjöfin frá henni Katrínu Ú.
Dæmi 2: (án greinis) Ætlarðu að hætta að tala um hana Katrínu Ú. (með greini) Ætlarðu að hætta að tala um Katrínu Úna.
Dæmi 3: (fleirtala) "Varstu að koma frá heimili Katrína Úm?" eða "Varstu að koma frá heimili Katrínanna Únum?"

Ég vona að þessi málfræðikennsla verði þér að gangi Esra minn.

p.s. Þá tékkaði ég aftur á beygingu sérnafnsins Mjöll og samkvæmt mínum bókum þá beygist það einmitt eins og þú bentir réttilega á: Mjöll, Mjöll, Mjöllum, Mjalla.

No comments:

Post a Comment