May 9, 2006

Allir með kossaveikina?

Hækkandi sól og allir óléttir eða með barn í barnavagni. Hvað er málið? Búðin er full af stúlkum með bumbuna út í loftið eða barn í vagni. Er eitthver keppni í gangi sem ég var ekki látinn vita af? Erum við strax farin að stefna á 400 þúsund? Endalausar spurningar sem ég fæ engin svör við. Sýnir bara hversu rosalega erfitt það er að vera ég. Hver myndi til dæmis vilja leggja sitt af mörkum í 400 þúsund takmarkinu með því að leggjast með þrítugum gleraugnagámi sem býr ennþá hjá mömmu sinni? Ekki ég! Ekki ég!

Svo þrammar þetta um bæinn rosalega stolt bara af því þeim tókst að gleyma að setja á sig dömubindi einn mánuðinn og fengu einhvern skítugan gaur sem vinnur á lagernum hjá Ó. Johnson og Kaaaaaber til þess að sæða sig! Er þetta kannski aukahluturinn fyrir sumarið? Þeytingur í annarri og barn í hinni? "Ég langaði bara svo mikið í barn! Það fer svo vel með ísnum þegar maður er niðri í bæ! Ha ha ha! Ég vill bara fá mér annað á næsta ári! Það er líka svo fínt að vera í svona feðraorlofi ógeðslega ófó og allt saman!"

Hvað var með það að vera óléttur um hávetur. Fela skömmina með þykkri dúnúlpu. Fólk í dag bara kann sig ekki. Hefur enginn ykkar verið að lesa dv og hlustað og/eða horft á fréttir? Það eru u.þ.b. 73% líkur á því að börnin verði kærð fyrir fjárdrátt, ofbeldi eða nauðgun. Þetta er vísindalega sannað og ekki hægt að mæla á móti því. Hin 27% verða barnaníðingar. Framtíðin er ekki björt. Hvenær urðum við eiginlega öll glæpamenn? Hvar beygðum við af réttri leið? Eru þetta sigurlaun sjálfstæðisins? Barðist Jón Sigurðsson virkilega til einskis?

Ég er farinn að njósna um nágrannann. Mér líkar ekki við smettið á honum og held ég ætti að koma upplýsinum um hann til Blátt áfram. Eða á maður bara að hringja strax í lögguna?

No comments:

Post a Comment