May 5, 2006

Feiti dvergurinn lætur til sín taka

Var næstum því búinn að sparka í mann í vinnunni í dag. Var búinn að miða út sköflunginn á honum en hætti við þegar ég hugsaði um öll atvinnuviðtölin sem mér yrði ekki boðið í.

Hefur einhver heyrt söguna af stelpunum að dýfa túrtöppum í ab-mjólk til þess að losna við sveppasýkingu? Ég var nefnilega að spá í því hvort þessir nýju ab-drykkir væru þá til þess að strákar ættu auðveldara með að dýfa typpinu ofaní til þess að berjast við sömu sýkingu? Hugsið um það næst þegar þið farið út í búð. Mér finnst það lógískt. Út í búð, kaupa drykkinn, inn í bíl, losa niðrum sig buxurnar og dýfa typpaling ofaní. Kláðinn horfinn. Svo gæti maður jafnvel bara keyrt heim með strákinn í ab-sundi og enginn tekur eftir því. Gaurinn sem brosir svona skemmtilega til þín og veifar á ljósunum gæti verið með typpið á kafi í ab-drykk og þig mundi ekki gruna neitt.

Slúttum þessu með teyknymind:

No comments:

Post a Comment