Hélt að gamla konan ætti að verða ánægð
Þetta samband Drengsins og Stúlkunnar er alveg að fara með Gönnsó. Ég hef látið þeim eftir herbergið og sit oftast á kvöldin einn með Gönnsó að horfa á gamlar veðurfréttir og bera saman hvað bæði veðurfréttamenn voru miklu sætari og veðrið betra í gamla daga. Ég hélt að Gönns yrði svo glöð að fá loksins mögulega tilvonandi tengdadóttur en eftir samræður okkar frammí í stofu þá er ég ekki svo viss. Vorum eitthvað að skoða fréttir frá ´83 þegar ég sný mér að Gönns og segi við hana eitthvað eins og: "hvað heldurðu að þau séu að gera þarna ein inni í herbergi? Þau eru varla að?... nei varla... getur ekki verið.."
Svo skokka ég fram í sígarettu og það næsta sem ég veit er að Gönns rífur upp hurðina á herberginu og tilkynnir hárri raustu að nú skulu allar hurðar heimilisins hafðar opnar því hún sé orðin svo hrædd við bruna. Annars situr hún bara í sófanum og nagar neglurnar og tékkar á krökkunum á fimm mínútna fresti.
Ég held hún sé að fá taugaáfall. En af hverju?
No comments:
Post a Comment