February 8, 2008

Góð rök

Nú líður að kosningum hér á skSpáni. Hægri flokkurinn PP vill endilega stöðva straum innflytjenda hingað inn. Þá er sérstaklega talað um skAfríkubúa og skSuður-Ameríkubúa.

Ef þeir komast til valda vilja þeir að innflytjendur sem sækja um dvalarleyfi undirriti samning þar sem þeir heiti því að sameinast skspænsku þjóðfélagi og leita allra leiða til að tileinka sér skspænska siði.

Einn frambjóðandi þessa flokks var spurður að því hverjir hinir skspænsku siðir væru. Ætti að neyða innflytjendur til þess að fara á nautaat, borða tapas og hella sig fulla um helgar? Frambjóðandinn lét þetta ekki slá sig út af laginu. Hann horfði yfir hópinn af fréttamönnum fyrir framan sig og kom með gott dæmi um það hvernig hin góðu skspænsku gildi væru á undanhaldi.

Nú þegar hann færi á barinn sinn á morgnana og pantaði sér ristað brauð með ólívuolíu og tómötum þá kynnu skSuður-Ameríkubúarnir ekki að útbúa það á réttan skspænskan hátt. Brauðið væri ekki ristað báðum megin og þar fram efir götunum. Það væri ómögulegt að bjóða fólki upp á þetta.

Ég fylgist spenntur með. Verður innflytjendum hent út úr þjónustustörfum? Fyllt upp í stöðurnar með fólki sem hefur lært að rista brauð á skspænskan hátt?

No comments:

Post a Comment