Fréttayfirlit
Vinna hefst næsta mánudag. Búið að taka svolítinn tíma en loksins er hún í húsi. Ekki sú sem mér var fyrst lofað, sú vinna hefst ekki fyrr en í apríl og þó mér líki atvinnuleysið þá er þetta komið gott. Atvinnumiðlunin reddaði mér öðru starfi sem er betur borgað en lengra í burtu. Nú er að njóta síðustu daganna áður en vinna hefst.
Sá ótrúlega forvitnilega sýningu um helgina. Bodies sýningin er hérna í Madrid og hún var fín leið til að eyða sunnudegi. Fríki as fokk að skoða látið fólk. Svo virðist líkaminn vera samansettur úr hinum furðulegustu hlutum. Var fljótur að henda því inn í ferilskrána að ég hafi litið hamar, steðja og ístað augum. Sá sem ekki hefur litið beinin hamar, steðja og ístað augum er einskis nýtur á 21. öldinni.
Eyddi hér um bil 3 tímum í að skoða vöðva, taugar, hjarta, lungu og fóstur. Ég get sagt það að ég hef skipt um skoðun. Áður var ég hræddur um að eitthvað myndi koma fyrir hnéin á mér en núna eru það lófarnir og iljarnar. Þegar húðin hefur verið tekin burtu þá lítur þetta ekkert alltof traust út og alltof mikið af taugum. Loks hef ég skilið hversu mikil snilldarhugmynd grifflur voru. Ég er klæddur í grifflur núna, vil ekki taka neina áhættu.
Ég á mjög erfitt að lýsa því hvernig tilfinning það er að ganga í gegnum heila meðgöngu. Sýningin er með krukkum sem sýna fóstur, það yngsta 5 vikna og síðasta 8 1/2 mánaða, og þar með hægt að labba einhverja 15 metra og sjá hvernig fóstur vex í móðurkviði.
Mæli með að allir skelli sér á þessa sýningu ef þeir hafa tækifæri til. Hún er svo sannanlega þess virði.
Að öðru óskildu. Hér er skítaþáttur með semi-frægum sem heitir "Supervivientes." Ekki í frásögur færandi nema hvað spanjólan tjáði mér að einn þátttakandinn hefði verið gift Íslendingi. Flutningslögmálið gefur okkur það þá að við eigum okkar þátttakanda ekki satt? Er að reyna að komast að því hverjum hún var gift. Gula skspænska pressan ekki nógu dugleg að henda þessum upplýsingum á netið. Ef einhver getur ekki beðið, ég er að horfa í þína átt Voelli Saeti(tm), og vill endilega senda sms og kjósa "Íslendinginn" áfram þá heitir hún Karmele og hægt að finna leiðir til að kjósa á telecinco.es. Nenni ekki að leita lengur. Þetta er kvikindið. Ef einhver man eftir henni úr kaffiboðum þá máttu endilega láta mig vita.
No comments:
Post a Comment