Kaþólikkar
Ég man ekki hvort ég hafi skrifað um þetta þegar ég var búsettur í hinu kaþólikkaríkinu, skÍtalíu, svo ef þetta er endurtekning... greyið þú.
Reyndar verð ég að taka það fram að hér í spanjólalandi þá varla helmingurinn af þeim kirkjum sem maður sér plantað út um allt á skÍtalíu. Samt er hér löng hefð fyrir kaþólsku og þeir hafa í fortíðinni verið þekktir fyrir það að henda heilu trúarbrögðunum út annaðhvort með valdi (márar) eða "boðskorti" (gyðingar). Reyndar buðu þeir sígaunum líka að yfirgefa landið, þeir voru bara það sniðugir að sniðganga það boð og láta slátra sér í þúsundavís svo öldum skipti en eru ennþá til staðar hér.
Svo má ekki gleyma Frankó karlinum. Hann var líberal og slakur á því og því gafst hverjum einstaklingi tækifæri á því að vera 100% skspanjólar og kaþólikkar eða þá að vera stimplaður kommúnista-anarkisti. Það gat haft í för með sér leiðinlega útkomu, t.d. fangelsisvist eða aftöku. En hey, þau höfðu þó val ekki satt?
Best að koma sér að efninu. Ég er búinn að ræða svolítið við spanjóluna um trú og hennar skoðun á henni. Hún er mjög líberal (ekki Frankó líberal) en hún er umkringd fjölskyldumeðlimum sem finnst ekkert jafn sexý og kristni. Opus Dei dauðans.
Svo það kviknaði hjá mér einhver forvitni. Það eru aðrir hlutir sem hafa hjálpað til. Í Metróinu voru risastór plaköt sem æptu á þig: "Enginn sem er kristinn notar getnaðarvarnir!" Sumir lifa eftir þessu og gjóta börnum með svipuðum hraða og klósettferðir. Ein til að kúka, önnur til að gjóta. Anall úrræði? Ég held að stundum skelli þau sér í hann. Því stundum líður ein vika á milli þess sem konan gýtur og er einu sinni enn ólétt.
En hvað með það. Það sem mig langaði að vita, og reyndi að draga út úr spanjólunni, er hvort þessar trúarbullur gráta eftir að hafa stundað sjálfsurgun? Hún reyndi að benda á að líkast til stunduðu þeir ekki þann ósóma að saurga sjálfa sig á þennan hátt. Ég starði til himins og tjáði henni að það væri MJÖG ólíklegt að þeir hefðu ekki slysast til þess einhvern tímann. Þú getur skrifað hvað sem er í dagbókina þína og sagt vinum þínum að þú gerir það ekki, en við vitum betur.
Ég, þar sem ég er bugaður af áratuga norður-evrópsku uppeldi, þori ekki að arka upp að næsta manni og spyrja hvort hann gráti sig í svefn eftir óheflaða skemmtun með klósett og sleipi. Þvingaður af samviskubiti yfir fjöldamorðinu sem hann hefur nýframið.
Mig langar svo að vita það.
No comments:
Post a Comment