July 31, 2003

Jæja félagar! Júlí á enda sem þýðir sumarlok og innan við mánuður í skóla. Gúlp!!! Deeza hverfur af landi brott og ég einn í kofanum. Held samt alveg örugglega að Deeza eigi nú eftir að gera samning við einhverja skemmtilega og sæta stelpu til þess að leysa hana af. Það er ekkert hægt að treysta á það að ég geti haldið mér á lífi. Kann ekki að elda og hef einhverja þokukennda minningu um eitthvað sem kallast... bíddu.. græ... grænmeti??? Gæti verið, er bara ekki viss. Er þó búinn að koma því þannig fyrir að ég verð að vinna hverja einustu helgi í vetur. Hvílík gleði... Oh, happy happy joy joy!! Hrollur um líkamann... missi sjón... skelf allur... ég.. held.. ég.. sé.. að deyja..... eða ekki? Komist að því á morgun þegar hin æsispennandi sápuópera sem ég kalla, "Kemst tobbalicious fram úr???", heldur áfram... MARGFÖLD SPENNA!!! FLEIRI BRJÓST!!! LJÓTUR MAÐUR!!!!

No comments:

Post a Comment