,"So I've been eating my semen for no reason?"
Las um það á SE að ungur vaxtarræktarmaður hafi hringt inn á MTV Loveline og kvartað yfir því að kærastan hans vildi ekki gleypa. Hún svaraði að hún skildi svo sannanlega gleypa ef hann gerði það fyrst. Svo hann gerði það. En sagan endar ekki þar. Víst hann var búinn að prófa og þetta var ekki svo slæmt á bragðið hugsaði hann með sér: "Las ég ekki einhvers staðar að það væri mikið af prótínum í sæði? Ég er vaxtarræktarmaður og þarf prótein!". Svo félaginn tekur upp á því að setja afrakstur þess að "uppgötva líkama sinn" beint í lófann og skófla því upp í sig í von um stærri og glæsilegri fjórhöfða. Læknirinn sem er að hlusta á hann í sjónvarpsþættinum tjáir honum þá að það sé voðalega lítið af próteinum í sæði og hann vari vísari til árangurs með því að taka eina hnetusmjörs M&M á dag. Þá lætur félaginn út úr sér þessa glæsilegu setningu, ,"So I've been eating my semen for no reason?" . Lesa má þessa frásögn hér á ensku.
No comments:
Post a Comment