July 9, 2003

Nú gæti farið að draga til tíðinda í tíu ára gömlu máli......
Djöfull........ fann síðan ekki rassgat til þess að skrifa um.... þoli ekki svoleiðis stæla.
Var samt að lesa rooooosalega frétt í fréttablaðinu. Þannig er að fyrirsögnin var, "Munum ráða 1.280 blaðbera". Gott og vel hugsaði ég, það er ekkert nema gott um þetta að segja. Svo las ég greinina. Kemur þá í ljós að fréttablaðið er að fara að koma út á sunnudögum, þess vegna þurfti að segja upp öllum blaðberum og endurráða þá. Í alvörunni, hvað gengur þeim til með því að skrifa svona rusl? Gátu þeir ekki frekað logið einhverju upp á DV eða Moggann? Maður tekur reyndar eftir því að það er svo ótrúlega lítið að gera hjá fréttastofum að Rúv birtir bara innsendar fréttir frá fréttariturum á landsbyggðinni um uppsetningu girðingastaura á hálendinu eða eitthvað álíka ómerkilegt og Stöð tvö fer offari og býr til og blóðmjólkar hvern einasta hlut sem gerist á þessu hér um bil tíðindalausa landi. Gott dæmi um það er þegar daginn eftir að drengurinn fékk tívolítækið í kollinn þá var Stöð tvö með heljarinnar frétt um það hvort að svona ungur maður væri að hafa yfirumsjón með svona rosalegu tæki. Hringt var út um allan bæ, vinnueftirlitið og barnaverndarstofu og fólk spurt spjörunum úr, ekki það að þessar tvær stofnanir hefðu farið að réttlæta það að unglingar væru að vinna við einhver svona risa tæki. Málið er bara að það sem gerði þessa fimm mínútna frétt algjörlega ómerka er sú staðreynd að drengurinn vann við það að passa að engin færi akkúrat þar sem hann fór síðan að troða sér! Hvernig væri frekar að búa þá til frétt um það að tekið yrði upp á því að skjóta fólk sem er of heimskt til þess að hafa vit fyrir sjálfum sér. Er þetta land að fara til andskotans?

No comments:

Post a Comment