July 16, 2003

Strætó var sendur hingað til að drepa mig

Ef það er eitthvað sem böggar mig í mínu frábæra og fullkomna lífi þá er það vanhelgun á árunni minni. Held ég hafi verið búinn að segja ykkur frá konunni sem kallaði nokkra daga í röð á mig, "Hey, stráksi!. Stráksi! Veistu hvenær þristurinn kemur niður á Hlemm? Næ ég honum?". Like I know, like I care. Hún fann sér nýtt leikfang eftir nokkra daga og ég hélt að ég yrði óhultur. But man was I wrong. Lendi ég ekki í því í dag að sitja á stað sem mér fannst nokkuð öruggur. Sex laus sæti allt í kringum mig og sólin skein fyrir utan. Hvað gæti mögulega farið úrskeiðis? Nú, það að strætó myndi stoppa kannski? Kemur ekki inn ellilífeyrisþegi sem fjölskyldan er að vanrækja. Félaginn stígur upp í vagninn og tekur stefnuna beinustu leið......... í sætið við hliðina á mér. Eins og góður og gildur félagsskítur þá tók ég til við það að stara út um gluggann og rifja upp þá gömlu góðu tíma þegar sætið við hliðina á mér var autt. But you feel the eyes staring. Hitnaði allur á hnakkanum og var næstum því búinn að gera þau mistök að gefa honum færi á því að ná augnsambandi. Leit aðeins í áttina á sætisfélaganum og sá mér til mikillar skelfingar að hann sneri hausnum snöggt í átt til mín. Með einskærri heppni og ótrúlegri snerpu tókst mér að forða stórslysi og starði sem lamaður beint fram fyrir mig, sá þó út undan mér að félaginn starði á mig. Svo byrjaði farsinn til þess að reyna að fanga athygli mína, að því það var svo rosalega heitt í strætó byrjaði hann að draga andann ótt og títt til merkis um það að hann væri ekki að höndla þetta. Allan tímann sé ég það að hann starir til mín og bíður. Ég gef mig ekki. Þá eru góð ráð dýr, svo gaurinn byrjar að líta á klukkuna sína á tveggja millisekúndna millibili og passar sig svo að anda ótt og títt til þess að gefa til kynna að hann sé í svo rosalegri tímaþröng og það sé aldrei tími til þess að gera neitt. Enn og aftur verð ég að segja ykkur það að mér gæti bara ekki verið meira sama. 30 sek. síðar gefst hann upp á því og lætur allt flakka með því að stara beint á mig án þess að segja neitt. DON´T MAKE FREAKING EYE-CONTACT!!! Berst við þá löngun að stara fíflið í augun og, þegar hann opnar munninn til þess að segja eitthvað sem skiptir mig og alla aðra sem draga andann engu máli, skalla helvítið. How´s that for conversation, eHHH? Mér til mikillar gleði tók ég eftir að stoppustöðin mín var sú næsta. Hvílík gleði. Hvílík hamingja!!!! En fíflið starði enn á mig líkt og ég væri Hilmir Snær og Pamela Anderson blönduð í eitt og sæti þarna kviknakinn. Bið hann þó kurteislega um það að fá að komast út, og það kemur í ljós að hann ætlar líka út og nýtir sér þessi nokkru skref sem við eigum eftir út í frelsið til þess að stara aðeins á mig. Veit það fullvel að ég er fallegur en ekki svona. Komst þó loks út og hljóp. Hljóp eins hratt og fæturnir gátu borið mig og rankaði ekki við mér fyrr en ég stóð fyrir utan verslunina þar sem sætasta stelpa landsins vinnur. Móður og másandi féll ég í faðm hennar og vissi það að ég var kominn heim.
kannski var þessi síðasta setning svolítið ýkt en sagan er dagsönn. Veit ekki hvort að vandamálið er mitt að vilja bara ekki vera ónáðaður við það að stunda áhugamál mitt, það að taka strætó og sitja EINN eða það að til er fullt af fólki í heiminum sem ekki virðir ákveðnar óskrifaðar reglur sem hugsandi fólk hefur sett sér. Just leave me the fuck alone, please.

No comments:

Post a Comment