September 4, 2003

Ef að einhver hefur tekið eftir því þá er búinn að vera einhver lægð yfir þessu blessaða bloggi hjá mér. En það er góð ástæða fyrir því þar sem ég er búinn að finna upp á hinni fullkomnu skemmtun. Hér á eftir fylgir lýsing á henni. Hjálpaði mér að hætta að drekka.

1. Valin skal góð tónlist með þéttum kántrýtakti. Helst þá að hann gengi einhvern veginn svona; Dúmm-dúmm-dúmm-dúmm........ dúmm-dúmm-dúmm-dúmm. Þessi taktur verður að haldast allann tímann annars tapast gleðin og sú góða stemmning sem þetta gengur út á.
2. Nú er lagt út á gólfið. Staða tekin, vinstri tær skulu vísa líkt og vísir á klukku í áttina að 10. Þær hægri í átt að 14. Hin klassíska tíumínúturyfirtíu. Því næst eru hné beygð þangað til horn milli gólfs og rass verður 120°. Þessari stellingu skal haldið og mega til dæmis hælar aldrei lyftast frá gólfi.
3. Því næst að efri helmingi líkamans. Bak skal vera beint og höfuð vísa beint fram. Ef dansfélagi tekur einnig þátt í gleðinni þá skal augnsambandi haldið allann tímann sem dansað er. Lyftið nú upp höndum en verið þó viss um það að hnefar vísi ávallt í átt að gólfi. Lyftið þeim þangað til upphandleggir standa beint út frá búk og framhandleggur myndar 90° horn við upphandlegg og vísar þannig beint að gólfi.
4. Nú er stellingin komin og ekkert eftir nema að DANSA! Það er gert með því að il hægri lappar er lyft frá gólfi og látin stappa niður í takt við taktinn sem talað var um í byrjun. Ef takturinn deyr aldrei þá deyr dansinn aldrei. Þeir sem treysta sér til geta farið alla leið og hreyft efri hluta líkamans með. Hann er þá hreyfður upp og niður á munaðarfullann hátt. En munið það krakkar að allt er gott í hófi og bið ég ykkur því um það að ganga hægt um gleðinnar dyr og ALDREI fara út fyrir þær leiðbeiningar sem hér eru. Menn hafa slasað sig illa og veit ég um lítinn strák í Breiðholtinu sem aldrei á eftir að dansa aftur. Góða skemmtun!

No comments:

Post a Comment