May 10, 2005

Faastur

Síðasta prófið. Ég ætla að vera í stuttum bol á morgun og kyssa á mér upphandleggsvöðvana þegar ég labba út úr því. Kominn með nóg. Komst að því í dag að það eina sem ég hugsa um í prófum er hversu mikið mig langar út. Úr stofunni það er að segja. Hef ekki þolinmæði í það að þurfa að hanga inni í þrjá tíma. Mikið rosalega er ég eitthvað frjáls sál. Hágrenjandi yfir því að þurfa að setjast niður í smá stund. Líkt og Jó sagði, ég er með athyglisbrest. Hvar var ég?

No comments:

Post a Comment