May 4, 2005

Steinn Sleggja Sigurðsson

Ætlaði að óska Pétri Sigurðssyni til hamingju með new baby. Gleymdi því.

Mig vantar flugmiða út en ég á ekki efni á honum. Sem er mjög leiðinlegt. Ég veit samt um stað í Bologna þar sem maður getur grætt 130 þúsund með því að leigja líkama sinn til eldri manna í eina nótt. Hljómar kannski ekki spennandi en hvað getur maður gert þegar manni vantar bráðnauðsynlega pening? Ætli þetta setjist á sálina hjá manni? Eða styrkir þetta mig í karlmennsku minni? Ha ha ha. Klæddur í kjól með tíkarspena, látinn dansa á einni löpp og gelta líkt og hundur. Það yrði alla vegna fyrsta skipti sem ég gerði það.

Prófin svona svona. Kannski best að bíða eftir einkunnum áður en lengra er haldið. Svo ég sit heima og neita að taka próf þangað til ég er búinn að fá einhverjar einkunnir.

Sakna litlu útlendinganna minna sem ég er hræddur um að ráfi um götur Bologna ráðvilltir og hræddir. Hvernig eiga þeir eiginlega að takast á við lífið ef þau hafa mig ekki til þess að útskýra fyrir þeim auðveldustu hluti sem fyrir þeim er spurning um líf og dauða. Greyin litlu.... vona að enginn deyji á meðan ég er hér heima. OOOoouuuuhhhhh???!!!!! Líkt og japinn var vanur að segja.

Mig langar svo að setja inn mynd af fjölskyldunni sem ég tók en ég er hræddur um að bloggið verði þá of persónulegt. Nei andskotinn hafi það. Ég set hana inn. Þarna eru við fjölskyldan saman á páskunum. Mamma og pabbi eru þarna fremst og svo við systkynin þarna fyrir aftan, ég, Bára systir og Laufar bróðir minn. Mér finnst við svo falleg fjölskylda!!!

Fammmmmljannn!!!

No comments:

Post a Comment