
Páfakötturinn
- Cucumeirius technicoloris -
Dýr mjög svo eigulegt og marglit: líkist þónokkuð páfagauki en einnig ketti. Hann er mjög félagslyndur og hægt er að halda hann heima hjá sér á fuglapriki (en enga keðju samt!). Ólíkur páfagauki, sem endurtekur líkt og vélmenni það sem hann heyrir, að því leyti að páfakötturinn ( verandi einnig köttur og því frjáls og engum háður ) segir hvað sem honum dettur í hug. Hér er dæmi um samtal milli Maramito, páfakattarins sem Kunbertus hélt í þrú ár á heimili sínu, og prófessorsins:
Kunbertus: Góðan daginn Maramito.
Maramito: Maramito skrapp frá.
Kunbertus: Maramito góður éta fræ.
Maramito: Þú getur sjálfur étið fræ.
Kunbertus: Maramito sæti sæti fugl.
Maramito: Maramito er fimmtugur og farinn að missa fjaðrir.
Kunbertus: Vill Maramito vatn.
Maramito: Maramito væri heldur til í bjór.
Kunbertus: Kúkúlú kúkúlú Maramito kúkúlú.
Maramito: Fyrirgefðu?
Kunbertus: Kúkúlú Maramito ánægður í dag.
Maramito: Ekki nógu ánægður með húsbóndann sem hagar sér eins og fífl.
Þetta er tekið beint úr bókinni sem ég er að þýða. Vonandi heyrumst við aftur....