Fastur uppi á fjalli
Grillið gekk vel. Falleg hæð hér fyrir utan og nóg að borða og drekka. Nema hvað þegar kom að því að fara heim komumst við að því að bílstjórinn hafði látið sig hverfa. Hann var hvergi að sjá og svaraði ekki í síma. Reddaðist með því að skipta hópnum niður á vespur og reiðhjól. Öll komumst við að lokum heim.
Búinn að spila fótbolta og svitna eins og skítur í þessum hita sem er hér núna. Gleði gleði!! Moskítóflugurnar eru mættar. Nokkur bit komin á "Musterið" eða "Hina vel smurðu vél" Verst að ég var búinn að gleyma því að maður á ekki að klóra sér í þessu. Gerir illt verra. Ef þetta verður óþolandi þá sker ég bara af mér löppina. Þannig reddast allt! Ég lofa!
No comments:
Post a Comment